Reykjanes haust hittingur 11-14 Sept.

14 sep 2014 20:01 - 14 sep 2014 20:05 #1 by Gíslihf
Við Lilja vorum að koma heim úr Reykjanesi og áttum þar góða dvöl ásamt Eymundi og Ernu. Þegar tilkynning um frestun hér að neðan var sett kl. 19:50 vorum við rétt komin í Búðardal, enda átti hittingurinn að hefjast um kvöldið. Áður en við lögðum af stað sá ég að félagarnir frá Ísafirði mundu fresta ferð vegan veðurs til kl. 17 daginn eftir og leist okkur vel á að eiga einn rólegan dag í byrjun helgarinnar. Ekki var til umræðu að hætta við á þessu stigi, enda búið að taka frá fé og tíma fyrir þennan viðburð, redda barnapössun og þess háttar.
Dagskráin var ekki mikið öðruvísi en venjulega enda þótt við værum aðeins fjögur. Það var borðað, sofið, æft í lauginni og æft undir brúnni, sumir fóru í labbitúra en ég sat við bók Gordons Brown til upprifjunar. Sérstök hraðferð var farin út Reykjarfjörðinn frá brúnni yfir Fjarðarhornsá að bryggju með 20 m/s ± vindhviður á eftir okkur á föstudeginum. Við Eymi tókum "skylduæfingar" í straumkastinu næstu morgna, en það eru veltur á báða vegu, sundveltur, klifur og félagabjarganir auk óhjákvæmlegra æfinga milli straums og lygnu, að skáskjótast yfir straum og þess háttar.
Móttökur Jóns og Maríu á Hótel Reykjanesi klikkuðu ekki og veislan á laugardagskvöldi var frábær, en hópur sem hafði gengið á Drangajökul naut kræsinganna með okkur.
Sjór var hlýr og loft einnig, en var talsvert á fartinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 12:40 #2 by Gunni
Replied by Gunni on topic Áríðandi tilkynning!!!
Kemur einhver önnur helgi til greina í haust ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2014 19:50 - 11 sep 2014 19:51 #3 by Guðni Páll
Tilkynning!!!!

Eins og allir vita er ekkert ferðaveður fyrir Reykjaneshittinginn þannig að honum er frestað að sinni. kv Halldór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2014 23:47 #4 by Guðni Páll
Ef þú ætlar að koma á Reykjaneshittinginn um næstu helgi og ert ekki búin/búinn að skrá þig þá máttu endilega gera það núna. Það væri gott að vita hverjir koma hvort sem þeir gista á hótelinu eða á eigin vegum. Hafið endilega samband við Jón í síma 456 4844 eða sendið honum email: rnes@rnes.is ef þú ert ekki búin/búinn að því

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2014 10:05 - 24 ágú 2014 10:05 #5 by Gíslihf
Við Lilja ætlum að mæta.
Hvað er að frétta af þessum viðburði - verðum við ein? Er einhver dagskrá - ég veit það þarf ekki dagskrá, það er bara borða, róa, leggja sig, róa meira, æfa sig í lauginni, fara í pottinn borða og sofa :)
Sve er spurning hvernig veðri má búast við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2014 14:02 - 12 ágú 2014 14:03 #6 by Guðni Páll
Komið sæl

Mig langar að kanna áhuga á Reykjanes (fyrir vestan) hittingi núna í sept. Eins og þeir vita sem hafa komið í Reykjanes er þarna ein sú besta aðstaða sem kayak fólk getur komist í, ekki skemmir fyrir að þarna geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í þessu fallega umhverfi. Einnig er verið að skoða að vera með skipulögð námskeið á svæðinu en læt ykkur vita betur hvernig það verður.


Sæfari hefur staðið fyrir vor og haust hitting í nokkur ár og eins og þeir vita sem hafa mætt er þetta samkoma misvannra kayakræðara sem skemmta sér og öðrum og kenna eða læra.

Reykjaneshittingur eru helgarsamkomur áhugafólks um kayakróður. Þar gefst vönum sem óvönum tækifæri til að spreyta sig, læra og miðla af þekkingu sinni í ótrúlega fallegri náttúru, fyrirmyndar aðstöðu og félagsskap skemmtilegs fólks. Falleg náttúran býður upp á róður innan um seli, lunda, óborganlegt fugla- og sjávarlíf auk þess sem rebbi er stundum sjáanlegur. Sundlaugin á Reykjanesi er stærsti "heiti potturinn" á landinu og kjörinn til æfinga á kayak. Gisting og aðstaða er til fyrirmyndar.

Experience Iceland through local eyes

Kayak meetings at Reykjanes in the West fjords of Iceland is a spectacular event for nature lovers. Experienced kayakers as well as newcomers can take part and learn and mediate what they know about the sport. The surrounding area is suitable for both the first timer and the more experienced kayaker who wants challenge and exitement. The nature is rich with wildlife, seals, puffins and exotic marinal animals that follow the kayaker along his journey. The area is rich with geothermal water and the swimming pool is hot and convenient for practice and pleasure. In the surrounding area there are some natural hot tubs that are a hidden secret, a great restingplace on longer trips. The hotel is friendly and the food is good at the best prize available.

29.600.- á mann frá fimmtudagskvöldi til sunnudags með mat.
Ef fólk mætir á föstudegi er sama verð.
Einnig er flott tjaldsvæði á staðnum með salerni.


Bókanir hjá Jóni
Hótel Reykjanes
S: 456-4844


kveðja
Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum