Áragerð og skipsskrúfur

21 júl 2014 23:35 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Áragerð og skipsskrúfur
Þetta eru fínar pælingar Gísli og alveg raunhæfar. Þegar loft sogast niður með stýri eða kili seglskútu eða þá ugga seglbrettis þá verður apparatið stjórnlaust. það sama gerist ef loft nær að fara niður með skrúfu báts, skrúfan snýst í loftbólu og drífur ekkert áfram. Því þarf að fara þennan fína milliveg og vera alveg við brúnina að loft sogist niður með stýrinu, ugganum, kilinum, skrúfuni, árini til að ná hámarks átaki án þess að vera með of stóran flöt í vatninu því ef yfirborðið er of stórt þá dregur það úr hraðanum. Því má kanski segja að of stór ár sé hægskreiðari ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2014 11:02 - 20 júl 2014 11:03 #2 by Gíslihf
Sævar M Birgisson skipatæknfræðingur segir að stórar skipsskrúfur spari vélarafl sbr. viðtal í mbl. 20. júní s.l. og bb.is/Pages/26?NewsID=188789 þar sem sjá má línurit um þetta efni. Trúleg gildir hið sama um vindmylluspaða.
Þetta hlýtur þá einnig að gilda um árablöð í róðri, stór árablöð ættu að skila meiru. Líkami okkar er að vísu mun flóknari en vél og taka þarf tillit til álags á axlir, vægis sem er háð lengd árar, líkaminn vinnur væntanlega hagkvæmast við tiltekin afköst (afl) og er það persónubundið.
Allur gusugangur og loftbólur eru sóun á orku. Í fræðunum er þar talað um "laminar/ turbulent flow" og sem dæmi má nefna að ef túrbúlens verður of mikill ofan við væng flugvélar eins og við ofris, þá missir vængurinn lyftigetuna. Það er mikil pæling hvernig hin þrauthugsaða og rannsakaða flugeðlisfræði og -verkfræði getur átt við um árablað í vatni.
Ég hneigist til styttri ára en fyrr og heldur styttri en margir álitsgjafar á netinu mæla með. Sjálfur hef ég ekki tekið grænlensku árina í notkun, en trúlega er flatarmál blaðsins sem difið er í ekki minna en á "evrópsku" árunum. Ljóst er að byrjun átaksins er mun mýkri en við stórt blað sem fer skyndilega í kaf.
Þetta eru bara pælingar - en gætu vakið upp góðar ábendingar hjá einhverjum.
The following user(s) said Thank You: torfih

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum