Ytri Rangá um helgina

26 júl 2014 10:44 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Ytri Rangá um helgina
Hefur ekkert með aldur að gera.

Árnar eru þarna og við megum sigla, sama hvað sýslumaðurinn á Selfossi segir. Þar fyrir utan þá er Ölfusáin ekkert hátt á mínum lista yfir skemmtilegar ár.

Vilji menn fara þá leið sem Gísli nefnir, að hafa manngerð æfingasvæði, þá eru Elliðaárnar náttúrulega lang besti kosturinn. Persónulega líst mér mun betur á náttúrulegu æfingasvæðin og finnst að við ættum að fókusera á þau. Dæmi um svona stað er kaflinn rétt fyrir ofan brú í Tungufljótinu. Þar er hægt að leikandi hægt að eyða heilu dögunum í að æfa allt frá grunnatriðum uppí aðeins meira advanced eins og búffa og flera (boof & flare). Þar er hægt að láta vaska sig í holu og sörfa og alles. Þar er m.a.s. hægt að tína bláber á milli ferða.

Ég held að klúbburinn verði að taka af skarið til að eitthvað gerist. Reyna með einhverjum hætti að poppa þetta upp.

Ég held áfram að pósta vídjóunum mínum hingað inn um leið og þau verða til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2014 23:25 - 25 júl 2014 23:31 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá um helgina
Mjög góð umræða hér um straumkayak. Það leynast fleiri straumkayakræðarar á Íslandi en margir halda, en synd hvað fáir þeirra taka þátt í starfi Kayakklúbbsins. Okkur hefur vantað virka straumkayakmenn sem geta tekið á móti nýliðum og aðstoðað þá við að byrja, en vonandi fer það að breytast. Ég held að það séu líka margir úr hópi sjókayakræðara sem hefðu mjög gaman af því að skella sér í strauminn á sumrin þegar sjórinn er hvað sléttastur og það er mikill misskilningur að þetta þurfi að vera hættulegt.

Öll svona umræða hjálpar til við að losa okkur við stimpilinn "miðaldra menn sem hafa ekki áhuga á hetjuróðri" :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2014 22:48 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Ytri Rangá um helgina
Það er margt til í því sem ritað hefur verið og síðasta innslagið er eiginlega það besta.
Klúbburinn er einfaldlega búin að breytast úr kjarna straumvatnsræðara í kjarna sjókayakræðara. Æfingar vetrarins í laugini eru veltuæfingar með hinum ýmsu tilbrigðum og að sjálfsögðu er öll umræða í pottinum tengd sjóróðri.
Illa hefur gengið að fá undirtektir fyrir hinni árlegu ferð sjókayakmanna og byrjenda í Hvítá enda lang flestir vanir straumkallar horfnir á vit nýrra æfintýra og einhver mýta er í gangi að þetta sé stórhættulegt. Svo er það oft þannig að þeir sem byrja að vinna að rafta fá hundleið á þessu öllu og finna sér einhvað annað að dútla við í frítímanum.
Flestir miðaldra karlmenn sem vilja vera einhvað eru líka búnir að kaupa sér reiðhjól og sjósundskýlu eða skellinöðru og keppa þar af gríð og erg við það að vera bestir, hinir rembast við að setja persónuleg met í einhverju áður en þeir verða of gamlir.
Ég sjálfur fékk mér sjókayak vegna þess að þá þarf ég ekki að aka amk 200km til að komast í róður og að auki get ég sparað mér helling af peningum vegna þess að oftast var það þannig að mjög fáir aðrir en "Old boys og vinir þeirra" voru reiðubúnir að leggja í bensínpúkkið þegar farið var austur fyrir fjall.
Jón Skírnir (jsa) bauð mönnum og konum upp á námskeið í straumvatnsróðri fyrir ekki svo löngu síðan og ef ég man rétt við frekar dræmar undirtektir.
Þegar straumvantssenan var í hámarki dældum við inn fréttum og myndaseríum á heimasíðuna úr ferðum sem við og fleiri fórum í hinar ýmsu ár og uppskárum að ég tel gríðarlegan áhuga á að fá að koma og prófa.
Núna mundi ég telja það stórfrétt ef það kæmi ein mynd og smá texti um að einhver hefði verið að róa þó ekki væri nema í Hvítá.

En þó tel ég að í seinni tíð hafi verið full geyst farið með marga nýliðana. Þegar ég byrjaði í straumvatninu var svona ákveðin leið sem farin var, fyrst var byrjað í Hvítá frá Brúarhlöðum, síðan Veiðistað svo frá Brattholti eða Pjaxa, síðan Ytri-Rangá og þar á eftir Tungufljót og þegar maður var búin að ná almennilegum tökum á Tungufljóti var farið í Austari Jökulsá í góðum aðstæðum.
Í seinni tíð var farið með fólk sem varla var búið að ná veltuni beint úr Hvítá í Tungufljót og síðan um haustið fréttist af sama liði sem syndandi öryggisræðurum í Austari. Þetta sama fólk snéri sér síðan að einhverju allt öðru enda gersamlega búið að fá nóg af sundi við ömurlegar aðstæður.
Ég sé að Andri er að taka þetta í réttri röð þessa dagana og með því er nokkuð öruggt að hann heldur áfram þar til hann er óvart búin að klára Austari einn daginn.

Það er samt eitt sem stóð uppúr þegar ég byrjaði og það er hvað Steini formaður var alltaf duglegur og tilbúin að leiðbeina okkur á mjög jákvæðan hátt eins og honum einum er lagið. Þar liggur kanski hundurinn grafin, karlinn fór í smá pásu og tók til við að byggja sér sumarbústað sem er vel en engin tók við kyndlinum hjá honum.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2014 21:50 #4 by jsa
Replied by jsa on topic Ytri Rangá um helgina
Það er ýmislegt til í því sem Gísli nefnir.
Hinsvegar mætti klúbburinn líka líta sér nær. Það er slatti af straumkayak ræðurum sem tengjast rafting fyrirtækjum en koma ekki inn í klúbbinn. Ástæðan fyrir því er að í klúbbnum eru helst áberandi "miðaldra menn sem hafa ekki mikinn áhuga á hetjuróðri".
Ég velti fyrir mér hvaða upplýsingar nýlið sem hefur áhuga á straumkayakróðri fær frá klúbbfélögum á sundlaugaræfingu.
Árnar eru alveg jafn opnar núna og þær voru, jafnvel opnari. Lykillinn að þeim er að halda sterku sambandi við rafting fyrirtækin sem eru í eigu og eru rekin af straumkayakmönnum. Gædarnir þar er í fullkominni stöðu til að veita stuðning og sjá nýja straumkayak ræðara sem mögulega starfsmenn framtíðarinnar.
Þetta er nú mín skoðun.
kv
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2014 09:49 - 24 júl 2014 09:53 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ytri Rangá um helgina
Við sem höfum verið að prófa róðra í Hvítá og víðar undanfarið erum sumir sjókeiparar að bæta aðeins við reynsluna og einn og einn sem var ekki alveg búinn með þennan pakka, en ekki ný kynslóð. Það má setja fram tilgátur til skýringa:
  • Það voru örfáir frumkvöðlar sem drógu aðra með sér á sínum tíma.
  • Árnar eru ekki jafn "opnar" og ætla mætti, landeigendur, laxveiðmenn hafa sterka stöðu.
  • Bann sýslumanns á Selfossi sendir neikvæði skilaboð til almennings.
  • Aðgengi er víða erfitt og flutningur milli staða krefst góðs bílakosts og samvinnu.
  • Óbyggðir og straumvötn eru framandi og vekja ótta hjá yngri kynslóðinni í dag.
  • Mikið skipulag og stuðningur sveitarfélaga gefa jaðaríþóttum lítinn séns í dag.
Sé þetta rétt að öllu leiti eða hluta þá þarf straumróður að eignast æfingasvæði, sem er eins og flestar íþróttir í dag, sett upp á hentugum stað og með tilbúnum brautum og þrautum. Síðan þarf að fá nokkrar leiðir í ám landsins sérstaklega viðurkenndar sem leik- æfinga- og keppnissvæði fyrir straumróðurinn.
Aðrar ár landsins verða þá sem fyrr helst notaðar af fáum sem leita ævintýra og áskorana, innlendum og mest erlendum köppum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2014 09:56 #6 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Ytri Rangá um helgina
Rangáin klikkar ekki.

Velti þessu líka oft fyrir mér, Gísli, en hef ekki fundið svarið. Ísland hefur upp á að bjóða frábærar ár í öllum erfiðleikagráðum og aðgengi er oftast gott (ekki er skógurinn að þvælast fyrir).
Hópurinn sem ég byrjaði að róa með fyrir 15-16 árum er horfinn. Sumir eru komnir í golfið, aðrir á sjókajak og enn aðrir einfaldlega hættir. Ég er hins vegar svo þrjóskur að ég ætla að halda áfram þar til yfir lýkur :-)

Í Noregi eru klúbbar að glíma við sama hlutinn; það sem þeir kalla rekruttering gengur illa. Meirihluti þeirra sem eru að róa straum í Noregi eru útlendingar. Svo eru nokkuð sterkir kjarnar í Voss, Sjoa og fleiri stöðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2014 15:59 - 21 júl 2014 16:00 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ytri Rangá um helgina
Skemmtilegt að sjá þessa gömlu upptöku - en þó er ég þungt hugsi eftir að sjá þennan góða hóp ungra manna og eftir situr spurningin: Hvernig getur svona heill þjóðflokkur dáið út á einum áratug?
Vanta ekki rannsóknarverkefni fyrir mannfræðikandidata við HÍ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2014 13:35 - 21 júl 2014 14:04 #8 by Steini
Replied by Steini on topic Ytri Rangá um helgina
Þarna eruð þið að fara í "Litlu-Nautavík". Þessi aðferð Andra á þessum stað er marg þekkt, nokkrar svipaðar ferðir má fynna í myndbandsbút í tímaramma 1:00 til 2:00 í myndbandi hér að neðan frá haustferð 2001.


vimeo.com/66017487

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2014 08:59 - 21 júl 2014 09:00 #9 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá um helgina
Hér er smá sýnishorn. Frikki fer í eddy fyrir ofan flúðina og ég ætla að elta en það mistekst.
The following user(s) said Thank You: jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2014 00:21 - 21 júl 2014 00:23 #10 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá um helgina
Ég, Frikki og Ómar fórum frá Rjúpnavöllum og eitthvað niðurfyrir brú, virkilega skemmtilegur róður í frábæru veðri. Frikki fór létt í gegnum þetta en ég þurfti að vanda mig vel. Ómar hafði aldrei prófað kayak fyrr og fékk nokkuð slæma útreið í fyrstu tveim flúðunum, hann fór varlega eftir það og lét sér nægja að róa á milli helstu flúðanna. Hjálmurinn minn kom að góðu gagni amk tvisvar, enda náði ég að klessa á klett með hausinn á undan og ofarlega í Slönguflúðinni fór ég á hvolf og rak hausinn í stein. Ég held að þeir sem eru búnir að róa mikið í straumvatni kippi sér ekki upp við svona árekstra : ) Það er gaman að róa í svona tæru vatni og mikill lúxus að geta fengið sér sopa úr ánni á leiðinni.

Á Rjúpnavöllum er aðstaða til að tjalda og hægt að fá leigð smáhýsi eða skála. Það væri tilvalið að fara þangað í útilegu einhverja helgina og taka kayakinn með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2014 12:57 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ytri Rangá um helgina
Á ekki heimangengt - margt að gerast í fjölskyldunni.
Væri þó mikið til í að kynnast Rangá við tækifæri, í fylgd með "reyndum" félögum eins og Andra og öðrum.
Gott væri að fá myndir með skýringum eftir ferðina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2014 12:26 #12 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá um helgina
Frikki ætlar að leggja af stað kl 9 í fyrramálið úr bænum og hitta mig við Ytri Rangánna. Endilega látið heyra í ykkur ef einhver vill kíkja með.

Kv
Andri, 6995449

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2014 17:25 #13 by Steini
Replied by Steini on topic Ytri Rangá um helgina
Kemst ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2014 11:41 #14 by Andri
Ytri Rangá um helgina was created by Andri
Mér var að detta í hug að kíkja í Ytri Rangá um helgina, er einhver sem hefur áhuga á að koma með?

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum